Núnez er ein besta nía heims

Luis Suárez og Darwin Núnez eftir leikinn í nótt.
Luis Suárez og Darwin Núnez eftir leikinn í nótt. AFP/Dante Fernández

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez sparaði ekki hrósyrðin í garð liðsfélaga síns hjá landsliðinu, Darwin Núnez, eftir að sá síðarnefndi skoraði tvívegis í 3:0-sigri á Bólívíu undankeppni HM 2026 í nótt.

Núnez er sóknarmaður Liverpool en þar lék Suárez sömuleiðis um nokkurra ára skeið.

„Ég er með eina bestu níu heims á undan mér í goggunarröðinni. Við verðum að styðja hann og umfram allt njóta hans,“ sagði Suárez á fréttamannafundi eftir leik.

Sjálfur er hann orðinn 36 ára gamall og tekur öðruvísi og minna hlutverki í úrúgvæska liðinu með stóískri ró.

„Í dag er ég með annað hlutverk í landsliðinu en áður. Ég er ánægður með að geta hjálpað hópnum á hvaða hátt sem er,“ bætti Suárez við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert