Darwin Núnez, leikmaður Liverpool, var í aðalhlutverki hjá Úrúgvæ í nótt þegar liðið mætti Bólivíu á heimavelli í undankeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta.
Núnez skoraði tvö marka Úrúgvæ í öruggum 3:0 sigri, það fyrsta og það þriðja, en inn á milli skoruðu gestirnir sjálfsmark.
Úrúgvæ hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum í undankeppninni og er með 13 stig í öðru sæti Suður-Ameríkuriðilsins, tveimur stigum á eftir Argentínu.