Sagði nei við Svía

Graham Potter lét af störfum hjá Chelsea í apríl á …
Graham Potter lét af störfum hjá Chelsea í apríl á þessu ári. AFP/Darren Staples

Knattspyrnustjórinn Graham Potter hafnaði því að taka við þjálfun sænska karlalandsliðsins.

Það er sænski miðillinn Aftonbladet sem greinir frá þessu en Potter, sem er 48 ára gamall, hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea í apríl á þessu ári.

Potter þekkir vel til í Svíþjóð eftir að hafa þjálfað Österund þar í landi á árunum 2011 til 2018 og gerði hann frábæra hluti með félagið áður en hann tók við Swansea og síðar Brighton.

Svíar misstu af sæti í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar sem fram fer í Þýskalandi og verður Janne Andersson ekki áfram með liðið.

Norðmaðurinn Per-Mathias Högmo er sagður efstur á óskalistanum eftir að Potter hafnaði starfinu en Högmo stýrði áður norska kvennalandsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert