Knattspyrnukonan Selma Sól Magnúsdóttir er á förum frá norska félaginu Rosenborg, en samningur hennar er að renna út og verður hann ekki framlengdur.
Norski miðilinn adressa.no greindir frá í dag. Þar segir einnig að félög á Englandi hafi áhuga á landsliðskonunni sem er 25 ára miðjukona.
Selma, sem lék með Breiðabliki og Fylki hér á landi áður en hún skipti til Rosenborgar á síðasta ári, lék í tvö tímabil með Rosenborg.
Hún átti góða nýliðna leiktíð og átti sinn þátt í að liðið endaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar og var í baráttu við Noregsmeistara Vålerenga um norska titilinn allt til loka tímabils.