Glæsileg stoðsending Glódísar (myndskeið)

LIðsmenn Bayern fagna sigurmarkinu í kvöld.
LIðsmenn Bayern fagna sigurmarkinu í kvöld. AFP/Franck Fife

Glódís Perla Viggósdóttir átti stóran þátt í sterkum 1:0-útisigri Bayern München á París SG í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Glódís stóð vaktina glæsilega í vörninni, var fyrirliði liðsins og lagði svo upp sigurmarkið á hina sænsku Magdalenu Eriksson.

Glæsilega stoðsendingu Glódísar má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert