Landsliðsmanni haldið nauðugum í Kína

Son Jun-ho á að baki 20 A-landsleiki.
Son Jun-ho á að baki 20 A-landsleiki. AFP

Jürgen Klinsmann, þjálfari karlaliðs Suður-Kóreu í knattspyrnu, hefur farið fram á það við kínversk yfirvöld að suðurkóreski knattspyrnumaðurinn Son Jun-ho verði leystur úr haldi Kínverja fyrir jól.

Það er AFP sem greinir frá þessu en Son, sem er 31 árs gamall, hefur verið í haldi Kínverja undanfarnar vikur og er honum gefið að sök að hafa þegið mútur frá andstæðingum kínverska kommúnistaflokksins.

Á mér eina ósk

Son er samningsbundinn Shandong Taishan og hefur leikið með liðinu frá árinu 2021 en hann á að baki 20 A-landsleiki fyrir Suður-Kóreu.

„Ég á mér aðeins eina ósk og hún er að Kínverjar leysi Son úr haldi fyrir jól,“ sagði Klinsmann í samtali við AFP.

„Hann hefur ekki gert neitt rangt af sér og það eru engar sannanir til fyrir því sem hann hefur verið sakaður um.

Fjölskylda hans og við söknum hans og við viljum fá hann aftur,“ bætti landsliðsþjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert