Leiðinlegustu hálftímar hvers leiks

Fótbolti er nánast hin fullkomna íþrótt. Fáar íþróttir eru jafn óútreiknanlegar og bjóða eins reglulega upp á óvænt úrslit. Bakvörður dagsins væri þó til í eina reglubreytingu á knattspyrnulögunum, sem myndi gera leikinn enn betri.

Að hans mati er framlenging í fótbolta einfaldlega allt of löng. Í nútímaknattspyrnulögum er framlenging tveir fimmtán mínútna hálfleikir. Er hún því þriðjungur af venjulegum leiktíma. Til að bæta gráu ofan á svart eru þetta oft leiðinlegustu hálftímar hvers leiks.

Lið eru orðin þreytt og oft sérstaklega varkár til að passa að fá ekki á sig mark. Um leið og framlenging er flautuð á eru flestir stuðningsmenn og áhorfendur einfaldlega að bíða eftir að fjörið sem vítaspyrnukeppni er fari af stað.

Bakvörð Jóhanns má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert