Mikael bestur í þremur þáttum

Mikael Anderson í leik Íslands og Bosníu á Laugardalsvellinum í …
Mikael Anderson í leik Íslands og Bosníu á Laugardalsvellinum í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur leikið mjög vel með AGF það sem af er þessu tímabili í dönsku úrvalsdeildinni, og er þessa stundina besti leikmaður hennar í þremur tölfræðiþáttum.

Mikael er sá leikmaður í deildinni sem hefur unnið flest návígi á jörðinni, þ.e. þegar barátta um boltann í loftinu er ekki talin með, en þau eru 75 samtals.

Mikael hefur átt flestar skottilraunir að marki utan vítateigs í deildinni, 21 samtals.

Mikael hefur krækt í flestar aukaspyrnur allra fyrir brot í deildinni, en samtals hefur verið brotið 48 sinnum á honum.

Mikael, sem er 25 ára gamall, leikur nú sitt fimmta tímabil í röð í dönsku úrvalsdeildinni en AGF fék hann frá Midtjylland fyrir rúmlega tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert