Þjálfari Júlíusar í fangelsi

Mikkjal Thomassen er þjálfari Fredrikstad í Noregi.
Mikkjal Thomassen er þjálfari Fredrikstad í Noregi. Ljósmynd/Fredrikstad

Knattspyrnuþjálfarinn færeyski Mikkjal Thomassen hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir hótanir í garð leikmanns. Sá færeyski þarf einnig að sinna samfélagsþjónustu í 40 klukkustundir.  

Thomassen missti stjórn á skapi sínu eftir leik og hótaði leikmanni ofbeldi. Hótaði hann m.a. að fótbrjóta leikmanninn og eyðileggja feril hans.

Thomassen er sem stendur þjálfari norska liðsins Fredrikstad, en Júlíus Magnússon leikur með liðinu. Fredrikstad vann norsku B-deildina á síðustu leiktíð og leikur í efstu deild á næstu leiktíð.

Mun hann halda áfram þjálfun liðsins, þrátt fyrir dóminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert