Balotelli ómeiddur eftir alvarlegt bílslys en neitaði að blása

Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir …
Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir afrek sín utan vallar. AFP

Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli slapp vel þegar hann klessti bifreið sinni harkalega á vegg eftir að hafa misst stjórn á henni í Brescia í heimalandinu í gær.

Balotelli, sem leikur með Adana Demirspor í Tyrklandi um þessar mundir, var staddur í heimsókn í heimaborg sinni Brescia þar sem hann er að jafna sig á meiðslum.

Samkvæmt ítalska miðlinum Fatto Quotidiano klifraði Balotelli út úr bílnum og lagðist á jörðina áður en sjúkraliðar komu á vettvang og hlúðu að sóknarmanninum eftir slysið.

Slapp hann við alvarleg meiðsli.

Sky Sport Italia greindi þá frá því að lögreglan í Brescia hafi í kjölfarið beðið Balotelli um að blása í öndunarmæli. Því hafi hann neitað og lögreglan því gert ökuskírteini Balotellis upptækt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert