Fá 230 milljónir inn á reikninginn

Ousmane Diomande stekkur hæst í Evrópuleik með Sporting gegn Atalanta …
Ousmane Diomande stekkur hæst í Evrópuleik með Sporting gegn Atalanta frá Ítalíu í vetur. AFP/Patricia De Melo Moreira

Allt bendir til þess að danska knattspyrnufélagið Midtjylland, sem Sverrir Ingi Ingason leikur með, fái háa fjárhæð inn á reikning sinn í næsta mánuði.

Midtjylland seldi Ousmane Diomande, tvítugan varnarmann frá Fílabeinsströndinni, til Sporting Lissabon í Portúgal í janúar á þessu ári. Hann hafði fyrst og fremst leikið með unglingaliðum Midtjylland, og síðan var hann lánaður til Mafra í Portúgal á síðasta tímabili, einmitt til sama félags og Midtjylland lánaði landsliðsliðsmarkvörðinn Elías Rafn Ólafsson til núna í haust.

Nokkuð hátt hlutfall af söluverðinu átti að greiðast ef og þegar Diomande hefði leikið meira en 45 mínútur í 30 leikjum með Sporting. 

Nú vantar Diomande aðeins þrjá leiki í viðbót til að uppfylla skilyrðin og ljóst er að samningurinn mun skila danska félaginu jafnvirði 230 milljóna íslenskra króna aukalega þegar Diomande. Hann spilar reglulega með liðinu og hefur verið boðinn nýr samningur.

Góður hagnaður af leikmanni sem hefur aldrei spilað leik með aðalliði Midtjylland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert