Haaland og Mbappé til Real Madríd?

Fer Erling Haaland til Real Madríd?
Fer Erling Haaland til Real Madríd? AFP/Paul Ellis

Spænska stórveldið Real Madríd vill styrkja karlalið sitt í knattspyrnu með heimsklassa sóknarmanni  fyrir næsta tímabili og hefur raunar áhuga á tveimur slíkum.

Spænski miðillinn AS greinir frá því að Real Madríd hafi áhuga á bæði Erling Haaland, sóknarmanni Manchester City, og Kylian Mbappé, sóknarmanni Parísar SG.

Spænska félagið hefur fjárráð til þess að festa kaup á einni stórstjörnu og vill félagið að það verði Haaland, sem er samningsbundinn Man. City til sumarsins 2027.

Samningur Mbappé rennur hins vegar út næsta sumar og er Frakkinn því fáanlegur á frjálsri sölu, sem ætti að gera Madrídingum kleift að semja sömuleiðis við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert