Knattspyrnukonurnar María Catharina Ólafsdóttir Gros og Hildur Antonsdóttir fóru á kostum er Fortuna Sittard vann 7:1-risasigur á Telstar í efstu deild Hollands í kvöld.
María gerði sér lítið fyrir og skoraði annað og fjórða mark Sittard. Kom seinna markið eftir stoðsendingu frá Hildi. Hildur lagði einnig upp fyrsta markið.
María lék allan leikinn, en Hildur fór af velli á 62. mínútu. Sittard er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig eftir níu leiki.