Kane skaut Bayern á toppinn

Harry Kane í baráttunni í kvöld.
Harry Kane í baráttunni í kvöld. AFP/Ina Fassbander

Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane skoraði enn einu sinni er Bayern München fór upp í toppsæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld.

Bayern hafði þá betur gegn botnliði Köln á útivelli, 1:0. Skoraði Kane sigurmarkið á 20. mínútu. Hefur Kane raðað inn mörkunum með Bayern, síðan hann kom til félagsins frá Tottenham í sumar.

Bayern er nú með 32 stig, einu meira en Leverkusen í öðru sæti, en Leverkusen á leik til góða.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert