Selfyssingurinn tryggði stig í Grikklandi

Guðmundur Þórarinsson var á skotskónum.
Guðmundur Þórarinsson var á skotskónum. Ljósmynd/OFI Crete

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson var áberandi er Krít og Volos gerðu 1:1-jafntefli á Krít í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Bakvörðurinn skoraði jöfnunarmark heimamanna á 60. mínútu og tryggði liðinu eitt stig. Var markið það annað sem hann skorar á leiktíðinni.

Guðmundur lék allan leikinn fyrir sitt lið. Krít er í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig eftir tólf leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert