Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri spænska félagsins Real Madrid, segir að tíminn muni leiða í ljós hvort hann skrifi undir nýjan samning, en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.
Stjórn Brasilíska karlalandsliðsins hefur mikinn áhuga á að fá Ancelotti til þess að taka við landsliðinu og eru viðræður hafnar milli Ancelotti og Brasilíu.
Stjórnendur Real Madrid hafa þó engan áhuga á að missa þennan farsæla þjálfara frá félaginu enda hefur hann náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við stjórn. Fari það svo að Ancelotti skrifi undir hjá Brasilíu hefur knattspyrnustjórinn Xabi Alonso verið nefndur sem mögulegur arftaki Ancelotti.
Xabi Alonso lék með Real Madrid á árunum 2009 til 2014 og starfar hann nú sem knattspyrnustjóri þýska félagsins Bayer Leverkusen. Bayer Leverkusen er sem stendur í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með 34 stig eftir 12 leiki en liðið hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.
„Hann er einn af þeim knattspyrnustjórum sem ég held mest upp á, hann gæti orðið frábær hér hjá Real Madrid, þar sem hann þekkir félagið vel. Ég er stoltur af eitt af bestu landsliðum í heimi hafi áhuga á mér en ég er ennþá samningsbundinn næsta hálfa árið.“