Knattspyrnumaðurinn Birkir Bjarnason skoraði jöfnunarmark Brescia í ítölsku B-deildinni í dag þegar liðið mætti Pisa.
Stefano Moreo skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fimm mínútur en Birkir jafnaði metin fyrir Brescia tíu mínútum síðar. Fleiri mörk komu ekki svo lokatölur voru 1:1
Hjörtur Hermansson var í leikmannahóp Pisa en sat allan tímann á bekknum í dag.
Berscia er nú í 15. sæti með 14 stig, eftir 13 leiki spilaða en Pisa er í 11. sæti með 17 stig, eftir 14 leiki.