Karólína lagði upp mark í sigri

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Svenja Huth í leik Íslands gegn …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Svenja Huth í leik Íslands gegn Þýskalandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp eitt marka Bayer Leverkusen í 4:0 sigri á Hamburger SV í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í dag.

Karólína var í byrjunarliði og lagði upp fyrsta mark leiksins á 24. mínútu, það var eina markið í fyrri hálfleik en þær skoruðu svo þrjú mörk til viðbótar í seinni hálfleik. 

Þær eru nú komnar áfram í átta liða úrslit í bikarkeppninni sem fer fram í mars á næsta ári.

Næsti leikur Leverkusen í deildinni er gegn Glódísi Perlu Viggósdóttir og félögum í Bayern München en Karólína er á láni frá Bayern hjá Leverkusen. Liðið er nú í sjötta sæti í deildinni og Bayern í fyrsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert