Kristian skoraði í sigri stórliðsins

Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum.
Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eitt af fimm mörkum Ajax í 5:0 stórsigri liðsins á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Kristian var í byrjunarliði Ajax á miðjunni og skoraði annað mark Ajax þegar aðeins 12 mínútur voru búnar af leiknum. Hann var svo tekin af velli á 68.mínútu. Kristian hefur nú skorað þrjú mörk í fyrstu átta deildarleikjunum með aðalliði Ajax.

Ajax byrjaði tímabilið hræðilega og var um skeið á botni deildarinnar en nú hefur liðið rétt úr kútnum og er í 8. sæti með 15 stig.

Næsti leikur liðsins er svo gegn Marseille í Evrópudeildinni en þar er Ajax aðeins með tvö stig í neðsta sæti B-riðils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert