Selma Sól bikarmeistari eftir Íslendingaslag

Selma Sól Magnúsdóttir er á förum frá Rosenborg.
Selma Sól Magnúsdóttir er á förum frá Rosenborg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selma Sól Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Rosenborg fögnuðu bikarmeistaratitlinum í Noregi eftir 1:0 sigur á Vålerenga í úrslitaleiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í dag.

Ingibjörg Sigurðardóttir, fyrirliði Vålerenga, spilaði allan leikinn en hún varð norskur meistari á dögunum með Vålerenga 

 Cesilie Andreassen skoraði sigurmark Rosenborg á 78. mínútu. Vålerenga vann deildina og Rosenborg lenti í öðru sæti en nú skiptu liðin um sæti og Rosenborgarkonur lyftu bikarnum í leiks lok.

Selma Sól byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á undir lok leiksins. Hún hefur tilkynnt að hún sé á förum frá liðinu.

https://www.mbl.is/sport/fotbolti/2023/11/22/yfirgefur_norska_felagid/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert