Átti Barcelona að fá tvö víti? (myndskeið)

Joao Felix í baráttu við leikmenn Rayo Vallecano, Pathe Ciss …
Joao Felix í baráttu við leikmenn Rayo Vallecano, Pathe Ciss og Isi Palazon í leiknum í gær. AFP/Oscar del Pozo

Xavi Her­nández, knattspyrnustjóra Barcelona í spænsku 1. deildinni, fannst augljóslega brotið á  Raphinha inn í vítateig Rayo Vallecano í 1:1 jafntefli liðanna í gær.

„Við unnum ekki því við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik í dag en þetta er augljóslega vítaspyrna,“ sagði Xavi eftir leikinn.

Alfonso Espino virðist missa af boltanum og sparka undir Raphina sem var í marktækifæri inn í vítateig en atvikið var ekki skoðað af VAR-myndbandsdómgæslunni.

Stuðningsmenn Barcelona á samfélagsmiðlum vilja meina að liðið átti að fá tvær vítaspyrnur í leikum en auk þess að það var mögulega brotið á Raphina þá var Robert Lewandowski snúinn niður inn í vítateig Rayo Vallecano.


Barcelona er nú í fjórða sæti með 31 stig, þremur stigum frá toppliði Girona, en Girona, Real Madríd og Atlético Madríd, sem eru liðið fyrir ofan Barcelona, eiga öll leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert