Xavi Hernández, knattspyrnustjóra Barcelona í spænsku 1. deildinni, fannst augljóslega brotið á Raphinha inn í vítateig Rayo Vallecano í 1:1 jafntefli liðanna í gær.
„Við unnum ekki því við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik í dag en þetta er augljóslega vítaspyrna,“ sagði Xavi eftir leikinn.
Alfonso Espino virðist missa af boltanum og sparka undir Raphina sem var í marktækifæri inn í vítateig en atvikið var ekki skoðað af VAR-myndbandsdómgæslunni.
Barcelona fans are complaining that they weren’t given a penalty for this foul on Raphinha from Alfonso Espino. 🤔🇧🇷🇺🇾pic.twitter.com/Utvj65fEsu
— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) November 25, 2023
Stuðningsmenn Barcelona á samfélagsmiðlum vilja meina að liðið átti að fá tvær vítaspyrnur í leikum en auk þess að það var mögulega brotið á Raphina þá var Robert Lewandowski snúinn niður inn í vítateig Rayo Vallecano.
🚨𝐁𝐑𝐄𝐀𝐊𝐈𝐍𝐆: Today in the Barcelona Rayo Clash! 🎬❌
— Daily Football (@goatedfootballl) November 25, 2023
A defender grabs Lewandowski and pushes him to the ground. No VAR check, no penalty given. Nothing.
(✍️: @FCB_______1899 ) pic.twitter.com/YIEwXYbBjh
Barcelona er nú í fjórða sæti með 31 stig, þremur stigum frá toppliði Girona, en Girona, Real Madríd og Atlético Madríd, sem eru liðið fyrir ofan Barcelona, eiga öll leik til góða.