Bellingham heldur áfram að skora

Jude Bellingham skorar og skorar.
Jude Bellingham skorar og skorar. AFP/Lluis Gene

Enski knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham heldur áfram að skora fyrir Real Madrid en hann er nú kominn með ellefu mörk í spænsku 1. deildinni.

Real Madrid bar sigur úr býtum gegn Cadiz, 3:0, og er nú í fyrsta sæti deildarinnar með 35 stig en Girona á þó leik til góða og getur komist aftur upp fyrir Real Madrid. Mark Bellingham kom á 74. mínútu leiksins eftir sendingu frá Rodrygo sem hafði skorað fyrri tvö mörk leiksins.

Bellingham hefur nú skorað tæpan þriðjung marka Real Madrid í spænsku deildinni og er löngu ljóst að kaupin á þessum miðjumanni síðasta sumar hafa borgað sig margfalt til baka. Jude Bellingham er auk þess kominn með 14 mörk í 15 leikjum og þrjár stoðsendingar í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert