Íslendingahersingin í danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby gerði vel í dag er liðið gerði 3:3 jafntefli við Bröndby í 16. umferð deildarinnar.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði jöfnunarmark Lyngby þegar fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma og tvær mínútur til leiksloka og tryggði Lyngby gott stig. Allt stefndi í að Bröndby hefði náð sigurmarkinu sem Sean Klaiber skoraði á 89. mínútu en Andri Lucas átti síðasta orðið í dag. Andri Lucas er nú kominn með sex mörk í deildinni.
Sævar Atli Magnússon lagði upp mark í leiknum og hóf endurkomuna með stoðsendingunni, en liðið var þá 2:0 undir gegn Bröndby. Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn en Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla og því ekki í liði Freys Alexanderssonar um þessar mundir.
Með jafnteflinu fór Lyngby upp í áttunda sæti deildarinnar en Bröndby er í öðru sæti, tveimur stigum frá toppliði FC Kaupmannahöfn.