Logi tryggði sætan sigur

Logi Tómasson í leik með Víkingum í sumar.
Logi Tómasson í leik með Víkingum í sumar. mbl.is/Eyþór Árnason

Logi Tómasson skoraði í dag sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í knattspyrnu þegar hann gulltryggði Strömsgodset góðan útisigur á Rosenborg í Þrándheimi í norsku úrvalsdeildinni, 3:1.

Logi skoraði markið á fjórðu mínútu í uppbótartíma leiksins en staðan hafði varið 2:1, Strömsgodset í hag, frá því á 35. mínútu.

Ari Leifsson og Logi léku allan leikinn með Strömsgodset og Ísak Snær Þorvaldsson fyrstu 65 mínúturnar með Rosenborg.

Strömsgodset er í áttunda sæti af sextán liðum með 39 stig þegar einni umferð er lokið af deildinni og fór upp fyrir Rosenborg sem er nú í tíunda sætinu með 36 stig.

Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viking sem er í baráttunni um Evrópusæti eftir stórsigur á Aalesund á útivelli, 4:0. Bodö/Glimt er þegar orðið meistari með 67 stig, Brann er með 61, Tromsö 60 og Viking 58 í fjórum efstu sætunum.

Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í vörn HamKam þegar liðið tapaði, 0:2, á heimavelli gegn Vålerenga í dag. HamKam er með 33 stig í 11. sæti og sloppið úr fallhættu þrátt fyrir ósigurinn.

Mark Loga má sjá í myndskeiðinu:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert