Glódís í kjöri 50 bestu í heiminum

Glódís Perla Viggósdóttir fagnar marki í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Glódís Perla Viggósdóttir fagnar marki í Meistaradeildinni í síðustu viku. AFP/Franck Fife

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München, er í hópi 50 kvenna sem koma til greina í kjöri knattspyrnuvefmiðilsins Goal.com á bestu knattspyrnukonu heims.

Í umsögn um Glódísi á Goal.com segir að Bayern hafi átt frábært tímabil 2022-23 undir stjórn Alexanders Straus, og Glódís hafi tvímælalaust verið besti leikmaður liðsins. Íslenska landsliðskonan hafi verið algjör klettur í vörn Bayern sem var sú besta í deildinni, og hún hafi líka verið í stóru hlutverki í Meistaradeildinni þar sem þýska liðið komst í átta liða úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert