Knattspyrnumaðurinn Ángel Di María ætlar sér að leggja landsliðsskóna á hilluna næsta sumar.
Þetta tilkynnti hann á samfélagsmiðlum en Di María, sem er 35 ára gamall, á að baki 136 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 29 mörk.
Hann var í lykilhlutverki þegar Argentína varð heimsmeistari í Katar eftir sigur gegn Frakklandi í vítaspyrnu í desember á síðasta ári.
Di María ætlar að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Copa América, Suður-Ameríkubikarinn, sem fram fer í Bandaríkjunum í júní á næsta ári.