Mourinho til Brasilíu?

José Mourinho.
José Mourinho. AFP/Alberto Pizzoli

Portúgalski knattspyrnustjórinn José Mourinho hefur áhuga á því að taka við brasilíska karlalandsliðinu.

Það er brasilíski miðillinn UOL sem greinir frá þessu en Mourinho, sem er sextugur, stýrir núna Roma í ítölsku A-deildinni.

Mourinho hefur stýrt Roma frá árinu 2021 en samningur hans á Ítalíu rennur út að yfirstandandi tímabili loknu.

Roma er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig, ellefu stigum minna en topplið Inter Mílanó.

Brasilía er í leit að landsliðsþjálfara en Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur verið sterklega orðaður við starfið að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert