Skelfilegur aðbúnaður kvennaliðs Kongó

Egyptar fagnar sigri í síðari leiknum gegn Kongó.
Egyptar fagnar sigri í síðari leiknum gegn Kongó. Ljósmynd/@EFA

U20-ára kvennalið Kongó þurfti að deila saman hótelherbergi í nýliðnum landsleikjaglugga.

Liðið vakti athygli á slæmum aðbúnaði sínum í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlinum Twitter í gær.

Kongó mætti Egyptalandi í tveimur leikjum í landsleikjaglugganum í nóvember í 3. umferð undankeppni HM 2024 sem fram fer í Kólumbíu á næsta ári.

Liðin gerðu jafntefli, 1:1, í fyrri leiknum í Kongó 10. nóvember en Kongó tapaði svo stórt í Egyptalandi, 6:0, 19. nóvember.

Egyptaland vann því einvígið samanlagt 7:1 og er komið áfram í 8-liða úrslit undankeppninnar en Kongó er úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert