Toppaði Cristiano Ronaldo

Jude Bellingham fagnar marki sínu í gær.
Jude Bellingham fagnar marki sínu í gær. AFP/Cristina Quicler

Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham skoraði sitt 14. mark fyrir Real Madrid í gær þegar liðið hafði betur gegn Cádiz í spænsku 1. deildinni á útivelli.

Leiknum lauk með öruggum sigri Real Madrid, 3:0, en Bellingham skoraði þriðja mark leiksins á 74. mínútu.

Bellingham hefur skorað 14 mörk í fyrstu 15 leikjum sínum fyrir félagið frá því hann gekk til liðs við spænska stórliðið frá Borussia Dortmund í sumar fyrir rúmlega 100 milljónir evra.

Cristiano Ronaldo skoraði 13 mörk í fyrstu 15 leikjum sínum fyrir Real Madrid og Ítalinn Alfredo di Stefano gerði slíkt hið sama.

Bellingham skaut því stórstjörnunum ref fyrir rass með marki sínu í gær en hann er einungis tvítugur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert