Tveir Íslendingar á skotskónum í Íslendingaslag

Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverrir Ingi Ingason var á skotskónum fyrir Midtjylland þegar liðið heimsótti Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með öruggum sigri Midtjylland, 4:1, en Sverrir Ingi kom Midtjylland yfir strax á 19. mínútu leiksins.

Stefán Teitur Þórðarson jafnaði metin fyrir Silkeborg á 45. mínútu en Stefán Teitur lék fyrstu 69 mínútur leiksins. Þetta var hans fimmta mark í deildinni í tólf leikjum.

Sverrir Ingi lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Midtjylland sem er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig, líkt og topplið Köbenhavn, en þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið frá því hann kom í sumar frá PAOK í Grikklandi. Silkeborg er í fjórða sætinu með 27 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert