Verður Hákon liðsfélagi Schmeichels?

Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum.
Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er orðaður við belgíska knattspyrnufélagið Anderlecht þessa dagana.

Það er belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem greinir frá þessu en Hákon, sem er 22 ára gamall, er samningsbundinn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Hann átti frábært tímabil í Svíþjóð og var valinn besti markvörður deildarinnar á nýliðnu keppnistímabili.

Í öðru sæti í Belgíu

Kapser Schmeichel, fyrrverandi markvörður Leicester og Nice, er markvörður Anderlecht núna en hann gekk til liðs við félagið í sumar frá Nice.

Hákon Rafn er samningsbundinn Elfsborg út keppnistímabilið 2027 en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum gegn Portúgal.

Anderlecht situr í öðru sæti belgísku A-deildarinnar með 31 stig eftir fimmtán umferðir og er með fjórum stigum minna en topplið Union Saint-Gilloise.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert