Þýski knattspyrnumaðurinn Manuel Neuer, fyrirliði og markvörður Þýskalandsmeistara Bayern München, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til sumarsins 2025.
Fyrri samningur hans átt að renna út næstkomandi sumar en nú er ljóst að Neuer, sem er goðsögn hjá Bæjurum, verður að minnsta kosti eitt ár til viðbótar í herbúðum félagsins.
Þetta tilkynnti Bayern á heimasíðu félagsins í dag.
Við sama tilefni var tilkynnt að varamarkvörðurinn Sven Ulreich hafi sömuleiðis skrifað undir eins árs framlengingu sem gildi einnig til sumarsins 2025.
Neuer er 37 ára gamall og Ulreich er 35 ára og treysta Bæjarar því áfram á reynslu þeirra félaga.