Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo lét dómarann í leik liðs hans Al-Nassr gegn Persepolis í Meistaradeild Asíu vita að hann ætti ekki að fá dæmda vítaspyrnu í upphafi leiksins í gærkvöldi.
Ronaldo féll við í vítateignum eftir aðeins tveggja mínútna leik og benti kínverski dómarinn Ma Ning tafarlaust á vítapunktinn.
Portúgalska stórstjarnan stóð hins vegar upp og lét Ning vita að það hafi ekki verið brotið á sér.
Ning fór því næst að VAR-skjánum og komst að þeirri niðurstöðu að Ronaldo og leikmenn Persepolis, sem höfðu einnig mótmælt, höfðu rétt fyrir sér.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli og var hið sádiarabíska Al-Nassr þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Asíu. Hið íranska Persepolis er í öðru sæti E-riðils og freistar þess að fylgja Al-Nassr í 16-liða úrslitin þegar ein umferð er eftir í riðlakeppninni.
Atvikið þegar Ronaldo bendir dómaranum á að hann skyldi ekki dæma vítaspyrnu má sjá hér:
Respect! ❤️
— Football Gaming (@RyoGaming1880) November 28, 2023
➖ Cristiano Ronaldo brought a penalty to Al Nassr, he walked up to the referee and said that the ball did not deserve a penalty.
➖Who told my brother to smell Pen? Step out here#AlNassr #CristianoRonaldo #CR7𓃵 #AFCChampionsLeague pic.twitter.com/IYwOhRRtdB