Mbappé jafnaði gegn Newcastle úr umdeildu víti

París SG slapp með skrekkinn gegn Newcastle United á heimavelli sínum í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Newcastle komst yfir með alvöru framherjamarki frá Alexander Isak á 24. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Miguel Almiron.

Alexander Isak fagnar marki sínu vel í kvöld.
Alexander Isak fagnar marki sínu vel í kvöld. AFP/Alain Jocard

Newcastle varðist fimlega og skipulega og það sem kom á markið varði Nick Pope. Þegar öll sund virtust að lokast fengu Frakkarnir dæmda umdeilda vítaspyrnu djúpt í viðbótartíma í seinni hálfleik eftir að dómari leiksins studdist við myndabandstæknina.

Frakkinn hættulegi Kylian Mbappé jafnaði metin fyrir París SG af punktinum og þeir ensku töpuðu tveimur dýrmætum stigum.

París SG er ekki öruggt áfram í 16-liða úrslit og Newcastle getur enn komist áfram með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni eftir viku.

Kylian Mbappé setur boltann yfir Nick Pope af punktinum.
Kylian Mbappé setur boltann yfir Nick Pope af punktinum. AFP/Bertrand Guay

Borussia Dortmund lagði AC Milan í Mílanó 3:1 og tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. París SG, Newcastle og AC Milan eru jöfn með 5 stig og eiga öll möguleika á að fylgja Þjóðverjunum áfram.

Leikmenn Dortmund fagna marki Jamie Bynoe-Gittens vel.
Leikmenn Dortmund fagna marki Jamie Bynoe-Gittens vel. AFP/Marco Bertorello

Manchester City lenti 2:0 undir í fyrri hálfleik á heimavelli gegn RB Leipzig en kom til baka með mörkum frá Erling Haaland, Phil Foden og Julián Álavarez í síðari hálfleik. Mörk Leipzig skoraði Ikoma Lois Opendo.

Julián Álvarez fagnar marki sínu vel ásamt félögum sínum!
Julián Álvarez fagnar marki sínu vel ásamt félögum sínum! AFP/Paul Ellis

Í hinum leik riðilsins gerði Young Boys vel á heimavelli og sigraði Rauðu stjörnuna 2:0 með mörkum frá Lewin Blum og sjálfsmarki gestanna.

Manchester City er áfram með fullt hús stiga og farseðil í 16-liða úrslitin upp á vasann ásamt RB Leipzig. Sigur Young Boys tryggði liðinu farseðil í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Leikmenn Young Boys fagna sæti sínu í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar …
Leikmenn Young Boys fagna sæti sínu í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir góðan sigur á Rauðu stjörnunni í Sviss í kvöld. AFP/Fabrice Coffrini

Í E-riðli vann Lazio góðan 2:0-sigur á Glasgow Celtic fyrr í dag með mörkum frá Ciro Immobile undir lok leiks en hann hafði komið inn á sem varamaður um tuttugu mínútum áður.

Í kvöld gerði Atletico Madrid svo heldur betur góða ferð til Hollands og tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum með góðum sigri á Feyenoord sem fer þó í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Lazio fylgir Atletico áfram en Celtic er úr leik. Atletico er efst í riðlinum með 11 stig, Lazio er með 10 stig, Feyenoord 6 stig og Celtic er með 1 stig á botni riðilsins.

Bjargvættur Lazio í kvöld, Ciro Immobile, kom inn á eftir …
Bjargvættur Lazio í kvöld, Ciro Immobile, kom inn á eftir um klukkustund og skoraði bæði mörk liðsins seint í leiknum. AFP/Filippo Monteforte

Fyrr í dag mættust í H-riðli Shakhtar Donetsk og Royal Antwerp á „heimavelli“ Úkraínska liðsins í Hamborg. Shakhtar fór með sigur af hólmi 1:0 með marki frá Mykola Matviyenko.

Hin liðin í riðlinum mættust í kvöld, Barcelona og Porto á heimavelli þess fyrr nefnda. Porto komst yfir eftir 30 mínútna leik með marki frá Pepe yngri en Pepe eldri stóð vaktina í miðri vörn gestanna. Barcelona jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá Joao Cancelo og það var svo anna Joao sem innsiglaði sigur heimamanna snemma í seinni hálfleik en sá er kenndur við Félix.

Barcelona er efst með 12 stig en Porto og Shakhtar eru jöfn í sætunum fyrir neðan með 9 stig. Royal Antwerp er án stiga og úr leik. Barcelona mætir Antwerp í lokaumferðinni á heimavelli og það má nú eiginlega bóka Barca áfram þess vegna en Porto tekur á móti Úkraínumönnunum í lokaumferðinni sem fram fer í næstu viku.

Antoine Griezmann fagnar ásamt liðsfélögum sínum eftir sigurinn í Hollandi.
Antoine Griezmann fagnar ásamt liðsfélögum sínum eftir sigurinn í Hollandi. AFP/John Thys

Mbl.is fylgdist með gangi mála og færði ykkur allt það helsta úr leikjum kvöldsins í beinni textalýsingu.

Úrslit dagsins:

Lazio - Glasgow Celtic 2:0
Shakhtar Donetsk - Royal Antwerp 1:0
Feyenoord – Atlético Madrid 1:3
AC Milan – Borussia Dortmund 1:3
París SG – Newcastle 1:1
Manchester City - RB Leipzig 3:2
Young Boys – Rauða stjarnan 2:0
Barcelona – Porto 2:1

Meistaradeildin í beinni opna loka
kl. 22:00 Leik lokið Öllum leikjum dagsins er lokið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert