Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði nóvembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni vegna frammistöðu sinnar með liði Midtjylland.
Sverrir hefur verið í stóru hlutverki í varnarleik Midtjylland og hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið um helgina þegar það vann mikilvægan útisigur á Silkeborg, 4:1.
Midtjylland vann alla þrjá deildarleiki sína í nóvember og er jafnt FC Köbenhavn að stigum á toppi deildarinnar með 33 stig úr 16 leikjum.
Meðal leikmanna í úrvalsliði nóvember er Tobias Thomsen, fyrrverandi leikmaður KR og Vals, sem hefur leikið mjög vel með nýliðum Hvidovre á þessu tímabili og skorað þrjú mörk í tveimur síðustu leikjum liðsins.
✨ Månedens Hold i november ✨ pic.twitter.com/CRgIXSI5N1
— 3F Superliga (@Superligaen) November 29, 2023