„Takk fyrir þrjú stórkostleg ár

Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Alex Þór Hauksson kvaddi sænska B-deildarfélagið Öster í færslu sem hann birti á samfélagmiðlinum Instagram.

Alex Þór, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs vð sænska félagið frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni árið 2021.

Miðjumaðurinn lék 72 leiki fyrir félagið í öllum keppnum á tíma sínum í Svíþjóð þar sem hann skoraði fimm mörk og lagði upp önnur tvö til viðbótar.

„Takk fyrir þrjú stórkostleg ár,“ skrifaði Alex í færslunni á Instagram.

„Ég er stoltur að hafa fengið tækifæri til þess að klæðast rauðu treyjunni, spila með vinum mínum og fyrir framan frábæra stuðningsmenn félagsins,“ bætti Alex Þór við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert