Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson hefur yfirgefið herbúðir sænska B-deildarfélagsins Trelleborg.
Þetta tilkynnti hann í samtali við fótbolta.net en Böðvar, sem er 28 ára gamall, hefur verið í herbúðum félgasins undanfarin tvö tímabil.
Samningur hans í Svíþjóð rann út eftir að tímabilinu í sænsku B-deildinni lauk en hann lék með Helsingborg í Svíþjóð tímabilið 2021.
Böðvar er uppalinn hjá FH í Hafnarfirðinum og á að baki 73 leiki í efstu deild fyrir félagið þar sem hann hefur skorað eitt mark.
Hann hefur einnig leikið með Midtjylland í Danmörku og Jagiellonia Bialystok í Póllandi á atvinnumannaferlinum en hann hefur verið orðaður við heimkomu í Hafnarfjörðinn að undanförnu.