Blackburn nálgast umspilssæti í ensku B-deildinni í knattspyrnu eftir sigur gegn Birmingham í 18. umferð deildarinnar í Blackburn í gær.
Leiknum lauk með 4:2-sigri Blackburn en Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Blackburn í hálfleik.
Blackburn er með 28 stig í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Hull sem er í sjötta sætinu og fjórum stigum minna en WBA sem er í því fimmta.
Leicester trónir sem fyrr á toppnum með 43 stig og Ipswich kemur þar á eftir með 42 stig.