Blikar lokuðu fyrir miðasöluna í gær

Fjöldi manns er mættur fyrir utan Kópavogsvöll.
Fjöldi manns er mættur fyrir utan Kópavogsvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forráðamenn knattspyrnudeildar Breiðabliks lokuðu fyrir miðasöluna á leik liðsins gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael, sem fram fer á Kópavogsvelli klukkan 13 í dag í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu, í gær.

Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins.

Fjöldi fólks mætti á Kópavogsvöll í dag og freistaði þess að kaupa miða á leikinn en var þeim öllum vísað frá þar sem búið var að loka miðasölunni.

Fjöldi mótmælenda er mættur fyrir utan Kópavogsvöll með bæði palestínska og ísraelska fána og þá er mikill viðbúnaður lögreglu á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert