Ensku liðin í útsláttarkeppnina

Joao Pedro fagnar sigurmarki sínu í Aþenu.
Joao Pedro fagnar sigurmarki sínu í Aþenu. AFP/Angelos Tzortzinis

Ensku úrvalsdeildarfélögin Brighton og West Ham tryggðu sér í kvöld bæði sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu.

Joao Pedro reyndist hetja Brighton þegar liðið heimsótti AEK Aþenu í B-riðli keppninnar í Grikklandi en Pedro skoraði sigurmark leiksins í 1:0-sigri Brighton á 55. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Brighton er með 10 stig í efsta sæti riðilsins en Marseille, sem er í öðru sætinu með 8 stig, er einnig komið áfram í útsláttakeppnina en liðið mætir Ajax síðar í kvöld í Frakklandi.

Tékkinn hetja West Ham

Tékkinn Tomás Soucek tryggði West Ham svo dramatískan sigur gegn Backa Topola í Serbíu en hann skoraði sigurmark West Ham, í 1:0-sigri liðsins, á 89. mínútu.

West Ham er með 12 stig í öðru sæti riðilsins, líkt og Freiburg, og eru bæði lið komin áfram í útsláttarkeppnina en liðin mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í Lundúnum hinn 14. desember.

Úrslit dagsins í Evrópudeildinni:

A-riðill:
Freiburg – Olympiacos 5:0
Backa Topola – West Ham 0:1

B-riðill:
AEK Aþena – Brighton 0:1

C-riðill:
Sparta Parg – Real Betis 1:0

D-riðill:
Atalanta – Sporting 1:1
Sturm Graz – Raków 0:1

F-riðill:
Maccabi Haifa – Rennes 0:3

Tomás Soucek fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Tomás Soucek fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP/Andrej Isakovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert