Kristian Nökkvi Hlynsson lagði upp þriðja mark hollenska liðsins Ajax þegar liðið heimsótti Marseille í B-riðli Evrópudeildar karla í knattspyrnu í Frakklandi í kvöld.
Leiknum lauk með naumum sigri Marseille, 4:3, en Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu fyrir Marseille í leiknum og tryggði liðinu sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma.
Kristian Nökkvi kom inn á sem varamaður hjá Ajax í hálfleik en liðið er með 2 stig í fjórða og neðsta sæti riðilsins.
Ajax á þó ennþá möguleika á því að enda í þriðja sætinu og komast þannig í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar en hollenska liðið tekur á móti AEK Aþenu, sem er í þriðja sætinu með 4 stig, í lokaumferðinni í Hollandi hinn 14. desember.
Þá tapaði Häcken fyrir Bayer Leverkusen frá Þýskalandi í H-riðli keppninnar í Svíþjóð, 2:0, en Valgeir Lundal Friðriksson lék ekki með Häcken vegna meiðsla.
Sænska liðið er án stiga í neðsta sæti riðilsins og á ekki möguleika á því að komast í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Úrslit dagsins í Evrópudeildinni:
A-riðill:
Freiburg – Olympiacos 5:0
Backa Topola – West Ham 0:1
B-riðill:
AEK Aþena – Brighton 0:1
Marseille – Ajax 4:3
C-riðill:
Sparta Parg – Real Betis 1:0
Rangers – Aris Limassol 1:1
D-riðill:
Atalanta – Sporting 1:1
Sturm Graz – Raków 0:1
E-riðill:
Liverpool – LASK 4:0
Toulouse – Union Saint-Gilloise 0:0
F-riðill:
Maccabi Haifa – Rennes 0:3
Villarreal – Phanathinaikos 3:3
G-riðill:
Servetta – Roma 1:1
Sheriff Tiraspol – Slavia Prag 2:3
H-riðill:
Molde – Qarabag 2:2
Häcken – Bayer Leverkusen 0:2