Álex Moreno reyndist hetja Aston Villa þegar liðið tók á móti Legiu Varsjá frá Póllandi í E-riðli Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Englandi í kvöld.
Leiknum lauk með sigri Aston Villa, 2:1, en Moreno skoraði sigurmark leiksins á 58. mínútu.
Moussa Diaby kom Aston Villa yfir strax á 4. mínútu en Ernest Muci jafnaði metin fyrir Legiu Varsjá á 20. mínútu.
Aston Villa er með 12 stig í efsta sæti riðilsins og er komið áfram í útsláttarkeppnina en Legia Varsjá er í öðru sætinu með 9 stig.
Aston Villa heimsækir Blikabanana í Zrinjski til Bosníu í lokaumferðinni 14. desember getur tryggt sér efsta sæti riðilsins með stigi í Bosníu.
Úrslit dagsins í Sambandsdeildinni:
A-riðill:
KÍ Klaksvík - Slovan Bratislava 1:2
Olympia Ljubjana - Lille 0:2
B-riðill:
Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 1:2
Gent - Zorya Luhansk 4:1
C-riðill:
Astana - Dinamo Zagreb 0:2
Ballkani - Plzen 0:1
D-riðill:
Besiktas - Club Brugge 0:5
Bodö/Glimt - Lugano 5:2
E-riðill:
AZ Alkmaar - Zrinskij 1:0
Aston Villa - Legia Varsjá 2:1
F-riðill:
Cukaricki - Ferencváros 1:2
Fiorentina - Genk 2:1
G-riðill:
HJK Helsinki - Aberdeen 2:2
Frankfurt - PAOK 1:2
H-riðill:
Nordsjælland - Fenerbahce 6:1
Spartak - Ludogorets 1:2