Myndir: Mikill viðbúnaður lögreglu í Kópavogi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögregla er með mikinn viðbúnað á Kópavogsvelli þar sem leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael hefst klukkan 13 í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu í dag.

Þá er mikill fjöldi sjálfboðaliða í kringum leikinn sem hefur meðal annars tekið að sér gæslustörf.

Mótmælendur fyrir utan völlinn.
Mótmælendur fyrir utan völlinn. mbl.is/Valtýr

Nokkur fjöldi mótmælenda var mættur fyrir utan Kópavogsvöll þegar blaðamaður mbl.is og Morgunblaðsins mætti á Kópavogsvöll.

Þá voru einhverjir sem mættu með palestínska fánann með sér og jafnframt voru aðrir sem voru með ísraelska fánann.

Breiðablik er án stiga í neðsta sæti riðilsins en Maccabi Tel Aviv er í öðru sæti riðilsins með níu stig.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Lögreglan var með viðbúnað vegna mótmælanna.
Lögreglan var með viðbúnað vegna mótmælanna. mbl.is/Valtýr
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka