Noregur vann afar sannfærandi 4:0-heimasigur á Portúgal er liðin mættust í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í Olsó í kvöld.
Framherjinn Ada Hegerberg, skærasta stjarna Noregs og einn besti framherji heims, var í miklu stuði.
Var hún búin að skora tvö mörk á fyrstu átta mínútunum og bætti síðan við þriðja marki sínu og þriðja marki Noregs á 50. mínútu.
Sophie Haug sá um að gera fjórða mark Norðmanna í uppbótartíma og sannfærandi norskur sigur varð raunin.
Sigurinn var sá fyrsti hjá Noregi í öðru riðli og er liðið nú í þriðja sæti með fimm stig. Portúgal er í fjórða og neðsta sæti með þrjú.