Agyemang Diawusie, fyrrverandi leikmaður þýska knattspyrnufélagsins RB Leipzig, lést skyndilega í vikunni.
Þetta tilkynnti þýska Bundesligan, 1. deildin þar í landi, á samfélagsmiðlum sínum og á heimasíðu sinni í vikunni.
Diawusie, sem er 25 ára gamall, var samningsbundinn Jahn Reegensburg í þýsku C-deildinni þegar hann féll frá en hann var uppalinn hjá RB Leipzig.
„Jahn-fjölskyldan syrgir á þessum erfiðu tímum og hugur okkar er hjá fjölskyldu hans, ástvinum og þeim sem voru honum nákomnir á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu Jahn Reegnsburg.
Andlátið bar að með sviplegum hætti en ekki hefur verið greint frá dánarorsökum Diawusie.