Liðum verður fjölgað í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu frá tímabilinu 2025-26 en það var samþykkt á fundi hjá Knattspyrnusambandi Evrópu í Hamborg í dag.
Eins og staðan er í dag eru aðeins 16 lið sem spila í fjórum riðlum í Meistaradeildinni en þeim verður fjölgað í 18 lið sem munu spila í einni deild.
Liðin munu spila þrjá heimaleiki og þrjá útileiki áður en farið verður í útsláttarkeppni. Þetta á að koma keppninni nær nýja fyrirkomulagi Meistaradeildar karla sem munu taka gildi á næsta ári. Þar verður liðunum fjölgað úr 32 í 36 og í stað riðlakeppninnar munu öll 36 liðin spila átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum.
Auk þess ætlar UEFA að stofna aðra keppni fyrir kvennaliðin, líkt og Evrópukeppni karla, en frekari upplýsingar munu koma á mánudaginn.