Fjölgað liðum í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir og Magdalena Eriksson fagna sigri Bayern gegn …
Glódís Perla Viggósdóttir og Magdalena Eriksson fagna sigri Bayern gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Þær eru í öðru sæti í þeirra riðli. AFP/Franck Fife

Liðum verður fjölgað í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu frá tímabilinu 2025-26 en það var samþykkt á fundi hjá Knatt­spyrnu­sam­bandi Evr­ópu í Hamborg í dag.

Eins og staðan er í dag eru aðeins 16 lið sem spila í fjórum riðlum í Meistaradeildinni en þeim verður fjölgað í 18 lið sem munu spila í einni deild.

Liðin munu spila þrjá heimaleiki og þrjá útileiki áður en farið verður í útsláttarkeppni. Þetta á að koma keppninni nær nýja fyrirkomulagi Meistaradeildar karla sem munu taka gildi á næsta ári. Þar verður liðunum fjölgað úr 32 í 36 og í stað riðlakeppn­inn­ar munu öll 36 liðin spila átta leiki gegn átta mis­mun­andi mót­herj­um.

Auk þess ætlar UEFA að stofna aðra keppni fyrir kvennaliðin, líkt og Evrópukeppni karla, en frekari upplýsingar munu koma á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert