Ísland myndi mæta Belgíu, Rúmeníu og Slóvakíu

Ísland var í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn sem ein þeirra …
Ísland var í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn sem ein þeirra þjóða sem geta komst á EM í gegnum umspilið í mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í riðli með Belgíu, Rúmeníu og Slóvakíu í lokakeppni EM í Þýskalandi næsta sumar, takist liðinu að vinna umspilsriðil sinn í marsmánuði.

Dregið var í riðla fyrir EM í Elbphilharmonie-höllinni í Hamborg síðdegis í dag og riðlarnir líta þannig út:

A-riðill: Þýskaland, Ungverjaland, Skotland og Sviss.

B-riðill: Spánn, Albanía, Króatía og Ítalía.

C-riðill: England, Danmörk, Slóvenía og Serbía.

D-riðill: Frakkland, Austurríki, Holland og sigurvegari í umspili A (Pólland, Wales, Finnland eða Eistland).

E-riðill: Belgía, Rúmenía, Slóvakía og sigurvegari í umspili B (Ísrael, Bosnía, Úkraína eða Ísland).

F-riðill: Portúgal, Tyrkland, Tékkland og sigurvegar í umspili C (Grikkland, Georgía, Lúxemborg eða Kasakstan)

Þýskaland og Skotland mætast í upphafsleik keppninnar 14. júní en úrslitaleikurinn fer fram mánuði síðar, 14. júlí.

Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu sem sjá má hér fyrir neðan.

Dregið í EM 2024 opna loka
kl. 17:50 Textalýsing F-riðill: Portúgal, Tyrkland, Tékkland og umspil C, Grikkland Georgía, Lúxemborg eða Kasakstan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert