Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í knattspyrnu er orðaður við Norrköping sem spilar í úrvalsdeildinni í Svíþjóð.
Sænski miðillinn Expressen greinir frá þessu en Glen Riddersholm var rekinn frá liðinu á dögunum en liðið er í níunda sæti í deildinni með 41 stig eftir 30 leiki spilaða.
Arnar Gunnlagusson, þjálfari Ísland- og bikarsmeistara Víkings hefur einnig verið orðaðir við liðið.
Samkvæmt Expressen eru þrír þjálfarar á óskalista félagsins og það hefur þegar haft samband við Jóhannes.