Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði nóvembermánaðar hjá hollensku úrvalsdeildinni.
Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum deildarinnar í gær en Willum hefur verið í stóru hlutverki hjá Go Ahead Eagles á þessu tímabili. Liðið hefur komið á óvart í deildinni og er í fimmta sæti eftir þrettán umferðir.
Willum hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjum og skorað fimm mörk, þrjú þeirra í nóvembermánuði.
𝗘𝗥𝗘𝗗𝗜𝗩𝗜𝗦𝗜𝗘 𝗫𝗜 𝗧𝗘𝗔𝗠 𝗢𝗙 𝗧𝗛𝗘 𝗠𝗢𝗡𝗧𝗛 🏆 📊
— Eredivisie (@eredivisie) December 1, 2023
🇳🇱 Het Eredivisie Elftal van de Maand November op basis van data en stemmen uitgebracht in KPN Man of the Match 📲 Welke speler mis jij? 🧐
Lees meer 👇https://t.co/rPQw3WXSOl pic.twitter.com/Mf9yKf8PYC