Valinn í lið mánaðarins í Hollandi

Willum Þór Willumsson í landsleik Íslands og Bosníu í haust.
Willum Þór Willumsson í landsleik Íslands og Bosníu í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði nóvembermánaðar hjá hollensku úrvalsdeildinni.

Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum deildarinnar í gær en Willum hefur verið í stóru hlutverki hjá Go Ahead Eagles á þessu tímabili. Liðið hefur komið á óvart í deildinni og er í fimmta sæti eftir þrettán umferðir.

Willum hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjum og skorað fimm mörk, þrjú þeirra í nóvembermánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert