Veðrið til vandræða

Leikvangur Bayern München.
Leikvangur Bayern München. Ljósmynd/ Bayern München

Leik þýsku knattspyrnuliðanna, Bayern München og Union Berlin sem átti að fara fram klukkan 2.30 í dag hefur verið frestað vegna veðurs.

Það hefur snjóað mikið í München og ekki er hægt að spila á vellinum sem er allur undir snjó.

Thom­as Müller, leikmaður liðsins sýndi frá veðuraðstæðum í München á samfélagsmiðlum í dag.

Bayern er í öðru sæti í deildinni og gat með sigri tyllt sér á toppinn en aðeins munar tveimur stigum á Bayern og Leverkusen sem er  í fyrsta sæti.

Veðrið er einnig að versna í Englandi og Manchester United þurfti að sætta sig við þriggja tíma rútuferð til Newcastle, í staðin fyrir 30 mínútna flug í dag þar sem það var frost á flugbrautinni.

United og Newcastle mætast klukkan 20 í kvöld í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert