Leik þýsku knattspyrnuliðanna, Bayern München og Union Berlin sem átti að fara fram klukkan 2.30 í dag hefur verið frestað vegna veðurs.
Það hefur snjóað mikið í München og ekki er hægt að spila á vellinum sem er allur undir snjó.
A look at the situation at the Allianz Arena today 📸
— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) December 2, 2023
As much as we regret #FCBFCU being called off, it's important that everyone stays safe out there! Wishing a safe trip home to everyone who had travelled to Munich 🤗#MiaSanMia pic.twitter.com/GzyOqp5ID2
Thomas Müller, leikmaður liðsins sýndi frá veðuraðstæðum í München á samfélagsmiðlum í dag.
Bayern er í öðru sæti í deildinni og gat með sigri tyllt sér á toppinn en aðeins munar tveimur stigum á Bayern og Leverkusen sem er í fyrsta sæti.
Veðrið er einnig að versna í Englandi og Manchester United þurfti að sætta sig við þriggja tíma rútuferð til Newcastle, í staðin fyrir 30 mínútna flug í dag þar sem það var frost á flugbrautinni.
United og Newcastle mætast klukkan 20 í kvöld í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.